AQ-rat byggingaverktakar leggja áherslu á að veita fyrirtækjum, húsfélögum og einstaklingum faglega og góða þjónustu, allt frá nýsmíði til viðhalds og endurbóta. 

Þegar kemur að verkefnum tengdum nýsmíði, viðhalds eða endurbóta er AQ-rat afar sterkur kostur fyrir  þá einstaklinga og þau fyrirtæki sem krefjast þess að fá örugga og góða þjónustu.

Hjá fyrirtækinu starfa fagmenn með áratuga reynslu og sérþekkingu á sínu sviði. Viðskiptavinir okkar geta stólað á fagmannleg vinnubrögð og gott samstarf

" Við lifum á því að skila af okkur vel unnu verki."

Flísalögn

Fallegar og slitsterkar  

Möguleikarnir eru margir og í raun er það bara fantasían sem setur mörkin fyrir vali á efni, formi og litasamsetningum þegar kemur að vali á flísum. Með flísum og náttúrusteini getum við fengið veggi og  gólffleti til að vera slitsterka og þola þær álagskröfur sem við setjum hverju sinni. Flísar eru því góður kostur viljir þú endingar- og slitsterkt efni á þína veggi eða gólf. Þess vegna er mikilvægt að útfærslan og meðhöndlunin sé rétt. 

Það eru nokkur atriði sem ber að hafa í huga við val á fallegum flísum. Það er alltaf góð hugmynd að skoða flísarnar vel í því ljósi þar sem fyrirhugað er að þær eiga að koma, það getur nefninlega verið munur á því hvernig flísin tónar heima og í búðinni. Við val á flísum verður maður að hafa í huga, hvernig álag flísin á að þola, flísar á gangi sem verða fyrir miklu álagi þurfa t.d að hafa mikla hörku til að þola það álag sem til af þeim er ætlast o.s.frv.

Að byrja rétt er mikilvægt

Ef leggja á flísar bæði á veggi og gólf í sama rými byrjum við alltaf á því að leggja veggflísarnar.

Við byrjum alltaf á því að athuga hvort að veggirnir séu í lóð og hvort þeir plani og séu lausir við allskyns klepra. Við athugum líka hvort að breiddin sé sú sama uppi við loft og niðri við gólf. Þessi atriði þurfa að vera á hreinu áður en hafist er handa við að flísaleggja.

Gólfflísar

Gólfflöturinn þarf að vera sléttur eins og maður vill að flísarnar séu þegar þær eru komnar ofan á hann.
Skekkju mörk upp á +- 2mm. mælt með 2 metra réttskeið ætti að vera viðmið. Þetta getur þýtt að flota þurfi gólfflötin áður en vinnan við flísalagninguna hefst.
Einnig þarf að athuga hvort að hornin séu í vinkil, þar sem það á við.

Að mörgu er að hyggja áður en byrjað er að flísaleggja, svo það er vissara að hafa fagmenn með sér í liði ef vel á að takast til.


Þú ert velkomin að hafa samband sértu í flísahugleiðingum.
AQ-rat  þegar fagmennska skiptir þig máli

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Knúið áfram af 123.is