AQ-rat byggingaverktakar leggja áherslu á að veita fyrirtækjum, húsfélögum og einstaklingum faglega og góða þjónustu, allt frá nýsmíði til viðhalds og endurbóta. 

Þegar kemur að verkefnum tengdum nýsmíði, viðhalds eða endurbóta er AQ-rat afar sterkur kostur fyrir  þá einstaklinga og þau fyrirtæki sem krefjast þess að fá örugga og góða þjónustu.

Hjá fyrirtækinu starfa fagmenn með áratuga reynslu og sérþekkingu á sínu sviði. Viðskiptavinir okkar geta stólað á fagmannleg vinnubrögð og gott samstarf

" Við lifum á því að skila af okkur vel unnu verki."

Gæðakerfi

Gæðakerfi AQ-rat byggir á kröfum Mannvirkjastofnunar. Kerfið uppfyllir kröfur og er samþykkt af MVS með skráðum húsasmiðameistara með tilheyrandi landslöggildingu.

Helstu kröfur / leiðbeiningar MVS um Gæðakerfi  Iðnmeistara eru eftirfarandi:

Gæðastjórnunarkerfi iðnmeistara

Í grein 4.10.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 segir:

"Iðnmeistarar skulu hafa gæðastjórnunarkerfi sem felur a.m.k. í sér:

a.       Staðfestingu á hæfni iðnmeistara,

b.       Eftirfarandi skrár yfir eigið innra eftirlit vegna einstakra verkþátta:  

1.       lýsingu á því hvernig innra eftirliti með einstökum verkþáttum er sinnt,

2.       skrá yfir hönnunargögn, verklýsingar og önnur skrifleg fyrirmæli,

3.       skrá yfir úttektir og niðurstöður þeirra,

4.       skrá yfir athugasemdir og samskipti við byggingarstjóra vegna framkvæmdar,

5.       skráning á niðurstöðu innra eftirlits.

Iðnmeistari skal tilkynna Mannvirkjastofnun um gæðastjórnunarkerfi sitt til skráningar í gagnasafn 

stofnunarinnar. Sé gæðastjórnunarkerfi iðnmeistara ekki vottað af faggiltri vottunarstofu skal 

Mannvirkjastofnun gera úttekt á gerð þess og virkni."

Í ákvæði til bráðabirgða í 2. tölulið segir:

"Hönnuðir, hönnunarstjórar, byggingarstjórar og iðnmeistarar hafa frest til 1. janúar 2015 til að uppfylla 

ákvæði 4.6.1, 4.8.1 og 4.10.2 gr. um gæðastjórnunarkerfi."

Knúið áfram af 123.is