AQ-rat byggingaverktakar leggja áherslu á að veita fyrirtækjum, húsfélögum og einstaklingum faglega og góða þjónustu, allt frá nýsmíði til viðhalds og endurbóta. 

Þegar kemur að verkefnum tengdum nýsmíði, viðhalds eða endurbóta er AQ-rat afar sterkur kostur fyrir  þá einstaklinga og þau fyrirtæki sem krefjast þess að fá örugga og góða þjónustu.

Hjá fyrirtækinu starfa fagmenn með áratuga reynslu og sérþekkingu á sínu sviði. Viðskiptavinir okkar geta stólað á fagmannleg vinnubrögð og gott samstarf

" Við lifum á því að skila af okkur vel unnu verki."

Mygla

Gró myglusveppa má finna allsstaðar í kringum okkur, en þar sem  kjöraðstæður fyrir gróin eru til staðar munu þau spíra og vaxa og mynda mycelium (myglu).

Mygla myndast eingöngu í byggingum þar sem raki er til staðar, þ.e.a.s ef loftrakastig verður of hátt eða efni blotna í þeim byggingarhlutum sem eru í kringum okkur og ná ekki að þorna á tilteknum tíma.

Of hátt rakastig í byggningarhlutum getur orsakast af t.d. óþéttleika í þaki eða útveggjum, ílla frágenginni rakavörn, lélegum frágangi í kringum sturtur og böð, kuldabrú eða leka frá vatns- eða frárennslislögnum.

Of hátt loftrakastig innandyra getur orsakast af t.d. 

1 lélegum loftskiptum,

2 Þurrkun á fataklæðnæði innandyra og lélegri loftun við eldamennsku,

3 Lélegri loftun inn á baði og í þvottarhúsi.

Því er mikilvægt að lofta vel út hjá sér daglega.

Það eru til fjölmargar tegundir myglusveppa sem geta myndast út af raka í híbýlum

okkar t.d.

1 Aspergillus og Penicillium: Algengir t.d, á veggfóðri og málningu 

2 Cladosporium og Alternaria: Algengir t.d. á blautu timbri

3 Stachybotrys: Mjög algengir á blautum gifsplötum og veggfóðrum

Þó svo að rakastig í byggingarhlutum sem orðið hafa fyrir vatnskaða minnki er ekki þar með sagt að sveppurinn (myglan) hverfi,hafi hann náð að myndast.Sveppurinn býr yfir þeim leiðinlega eiginleika að geta lagst í dvala. Þess vegna er mikilvægt að fjarlægja eða hreinsa allt það efni þar sem sveppurinn hefur náð að festa rætur.

Sveppurinn er mjög nægjusamur og getur vaxið á flest öllum byggingarefnum, þar sem hann lifir annaðhvort á efninu sjálfu eða á því ryki sem er á, eða í kringum efnið sjálft.

Sveppurinn vex best við hitastig í kringum 18 til 30 gráður. Í lægra hitastigi vex hann hægar og stoppar vöxturinn að venju þegar hitastig fer undir 5 gráður. Sveppurinn þarfnast ekki dagsljós til þess að vaxa.

Það er almennt viðurkennt að sveppurinn getur haft áhrif á heilsufar fólks, þó getur verið munur á því hvernig líkami okkar bregst við þessum áhrifum. Til dæmis eru börn veik fyrir áhrifum myglusvepps  og konur eru yfirleitt veikari fyrir áhrifunum heldur en karlar.

Það er ekki sama hvernig verk eru unninn þegar upp koma mál er tengjast myglu.

Röng vinnubrögð geta haft í för með sér aukin kostnað og tjón fyrir viðkomandi. Við hjá
AQ-rat höfum mikla reynslu og sérþekkingu þegar kemur að svona málum.

Þú ert velkomin að hafa samband fyrir frekari spurningar.

AQ-rat  þegar fagmennska skiptir þig máli.

Knúið áfram af 123.is