AQ-rat byggingaverktakar leggja áherslu á að veita fyrirtækjum, húsfélögum og einstaklingum faglega og góða þjónustu, allt frá nýsmíði til viðhalds og endurbóta. 

Þegar kemur að verkefnum tengdum nýsmíði, viðhalds eða endurbóta er AQ-rat afar sterkur kostur fyrir  þá einstaklinga og þau fyrirtæki sem krefjast þess að fá örugga og góða þjónustu.

Hjá fyrirtækinu starfa fagmenn með áratuga reynslu og sérþekkingu á sínu sviði. Viðskiptavinir okkar geta stólað á fagmannleg vinnubrögð og gott samstarf

" Við lifum á því að skila af okkur vel unnu verki."

Um okkur

AQ-rat er ungt en framsækið fyrirtæki sem var stofnað í desember 2015 af þeim Rúnari Erni Haraldssyni og Hafsteini Elfari Sveinssyni.

Frá stofnun hefur fyrirtækið einsett sér sterka stefnu og gildi.

Stefna

  • Stefna fyrirtækisins er að leggja áherslu á að veita, fyrirtækjum, húsfélögum og einstaklingum faglega og góða þjónustu, allt frá nýsmíði til viðhalds og endurbóta.
  • Við erum lærdómsfyrirtæki sem er framsækið og ekki feimið við að tileinka sér nýjungar og ætlum okkur að ná góðum árangri.
  • Við munum kappkosta með auknum umsvifum að ráða til okkar hæfa starfsmenn sem tileinka sér frumkvæði, ábyrgð og fagleg vinnubrögð.

 

Gildin

  • Fagmennska: Störfum okkar sinnum við af fagmennsku og áreiðanleika,við göngum snyrtilega um í þeim verkum sem við sinnum sem skilar sér svo aftur í meiri gæðum og ánægju til viðskiptavina. Við lifum á því að skila af okkur vel unnu verki.
  • Frumkvæði: Erum skapandi og nýtum þekkingu okkar og reynslu til að ná ennþá lengra. Frumkvæði okkar skilar sér í betri árangri fyrirtækisins sem skilar sér í framhaldinu til viðskiptavina. Við sýnum frumkvæði í okkar störfum. 
  • Heiðarleiki: Við erum heiðarlegir í samskiptum við viðskiptavini okkar, falskt já er alltaf verra en heiðarlegt nei.

Rúnar Ö. Haraldsson er löggildur Byggingafræðingur og Húsasmíðameistari.

Rúnar hefur viðtæka reynslu af nýsmíði og viðhaldi. Hann lauk námi í byggingafræði við Odense

Tekniske Skole árið 2008 og starfaði á teiknistofu í Danmörku í 3 ár þar sem hann kom að hönnun,

tilboðsgerð og eftirliti með byggingaframkvæmdum. 

Hafsteinn E. Sveinsson kláraði Húsasmíði frá Iðnskóla Hafnarfjarðar árið  1997

Hann lét sér ekki nægja að læra smíðar heldur lærði hann múrverk samhliða 

smíðanáminu.

Hafsteinn hefur starfað við múrverk og flísalögn samhliða smíðavinnunni frá því hann 

lauk námi og hefur unnið við fjöldan allan af verkefnum stórum sem smáum.

Það eru orð að sönnu að segja að Hafsteinn sé hokinn af reynslu þegar kemur að múr-

og smíðavinnu. 

Knúið áfram af 123.is